Ferill 666. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Prentað upp.

Þingskjal 998  —  666. mál.
Skriflegt svar.




Fyrirspurn


til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um stafrænar smiðjur.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Telur ráðherra að aðgengi að stafrænum smiðjum hafi aukist í kjölfar þess að Alþingi samþykkti ályktun nr. 19/148, um aðgengi að stafrænum smiðjum?
     2.      Voru öll atriði þeirrar áætlunar framkvæmd sem samþykkt var að ráðherra ætti að vinna?
     3.      Hver var framvinda verkefnisins og hversu miklu fjármagni var varið í það?
     4.      Hvernig er aðgengi grunnskólanema að stafrænum smiðjum háttað nú og hvernig hefur það breyst eftir samþykkt fyrrgreindrar þingsályktunar?


Skriflegt svar óskast.