Ferill 987. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1450  —  987. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um húsnæðisstuðning.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hversu margir einstaklingar eftirfarandi flokka fá húsnæðisstuðning og hve háa fjárhæð fær hver flokkur samtals á ári samkvæmt lögum um húsnæðisbætur, nr. 75/2016? Svar óskast sundurliðað eftir eftirfarandi flokkun:
                  a.      Á hverju fimm ára aldursbili frá 18 ára aldri.
                  b.      Vegna náms skv. a-lið 10. gr. laganna.
                  c.      Skv. a-, b- og c-lið 11. gr. laganna.
     2.      Hvernig hafa grunnfjárhæðir skv. 16. gr. laganna hækkað frá gildistöku þeirra í samanburði við þróun launa, verðlags og efnahagsmála?
     3.      Hvernig skiptist breyting grunnfjárhæða í lið 2 milli launavísitölu, vísitölu neysluverðs og þróunar efnahagsmála? Hvert er vægi hverrar breytu í útreikningunum, hefur vægi hennar alltaf verið það sama og hvað ræður mismun á vægi launavísitölu, vísitölu neysluverðs og efnahagsþróunar í uppfærslu grunnfjárhæða? Hvernig hafa undirvísitölur húsnæðismála þróast á sama tíma?
     4.      Hvernig hafa frítekjumörk skv. 17. gr. laganna hækkað frá gildistöku laganna í samanburði við þróun launa, verðlags og efnahagsmála?
     5.      Hversu margir einstaklingar hafa fengið greiðslu húsnæðisbóta í hverri tekjutíund og hver er heildarfjárhæð þeirra eftir hverri tekjutíund?
     6.      Hvaða ályktanir dregur ráðherra af þróun húsnæðisstuðnings á undanförnum árum miðað við svör við framangreindum spurningum?


Skriflegt svar óskast.