Ferill 1010. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1475  —  1010. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um atvinnuréttindi kvenna að loknu fæðingarorlofi.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Er það mat ráðherra að atvinnuréttindi kvenna sem snúa til vinnu að loknu fæðingarorlofi séu nægilega tryggð í lögum?
     2.      Ef svo er ekki, hyggst ráðherra beita sér fyrir því að svo verði?


Munnlegt svar óskast.