Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
84. löggjafarþing 1963–64.
Þskj. 695  —  204. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

um endurskoðun laga um félagsheimili og

um eflingu félagsheimilasjóðs.



    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta fram fara endurskoðun á gildandi lögum um félagsheimili með það fyrir augum, að félagsheimilasjóður verði efldur og að eðlileg skilyrði heilbrigðs félags- og menningarlífs verði sköpuð í sem flestum byggðarlögum landsins. Jafnframt verði athugaðir möguleikar til að ráða fram úr þeim vandræðum, sem fjárskortur félagsheimilasjóðs hefur valdið einstökum héruðum. Stefnt verði að því í hinni fyrirhuguðu löggjöf um félagsheimili, að forráðamönnum þeirra verði framvegis gert kleift að efla menningarlega fræðslu- og skemmtistarfsemi í ríkara mæli en unnt hefur verið fram að þessu. Endurskoðuninni skal lokið fyrir samkomudag næsta reglulegs Alþingis.


Samþykkt á Alþingi 13. maí 1964.