Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
86. löggjafarþing 1965–66.
Þskj. 719  —  166. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

     um athugun á aukinni fjölbreytni í framleiðslu sjávarafurða og eflingu

þeirra iðngreina, sem vinna útflutningsverðmæti úr sjávarafla.



    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að skipa þriggja manna nefnd til þess að gera ýtarlegar athuganir á því, á hvern hátt verði bezt að því unnið að koma á aukinni fjölbreytni í framleiðslu sjávarafurða og bæta nýtingu sjávaraflans með því að efla þær iðngreinar, sem vinna úr honum þær vörur, sem skapa mest útflutningsverðmæti.
    Jafnframt skal nefndin kynna sér og gera tillögur um, ef tök eru á, að komið verði í framkvæmd nýjum vinnsluaðferðum, svo sem frystiþurrkun og geislun með geislavirkum efnum.
    Nefndin skal enn fremur athuga og gera tillögur um, á hvern hátt megi efla kynningu og sölumöguleika á þessum afurðum meðal viðskiptaþjóða okkar og leita úrræða til að selja íslenzkar sjávarafurðir til fleiri þjóða en nú er gert.
    Nefndin skal leggja áherzlu á að hraða störfum sínum eftir föngum og skila áliti sínu og tillögum til ríkisstjórnarinnar.
    Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði.


Samþykkt á Alþingi 5. maí 1966.