Ferill 27. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


91. löggjafarþing 1970–71.
Þskj. 184  —  27. mál.




ÞINGSÁLYKTUN


     um athugun á framkvæmd skoðanakannana.




    Alþingi ályktar, að kosin skuli 5 manna nefnd að viðhafðri hlutfallskosningu í sameinuðu Alþingi, er framkvæmi athugun á því, hvernig skoðanakannanir verði bezt framkvæmdar með tilliti til þess, að niðurstaða þeirra leiði í ljós sem bezt má verða vilja þess hóps, er skoðanakönnunin tekur til. Skal hlutverk nefndarinnar vera tvíþætt. Í fyrsta lagi að gefa út leiðbeiningar um það, hvaða grundvallarreglum beri að fylgja við framkvæmd skoðanakannana, þannig að þær gefi sem réttasta mynd af því, hvaða skoðun sé ríkjandi meðal þess hóps, er könnunin nær til. Í öðru lagi skal nefndin athuga, hvort grundvöllur mundi vera fyrir því, að komið yrði á fót stofnun, er gegndi því hlutverki að framkvæma skoðanakannanir á hlutlausan hátt, annaðhvort að eigin frumkvæði eða fyrir aðra, er til stofnunarinnar kynnu að leita.


Samþykkt á Alþingi 24. nóvember 1970.