Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
92. löggjafarþing 1971–72.
Þskj. 321  —  24. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

     um ráðstafanir til að auðvelda umferð fatlaðra.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd, er kanni leiðir, sem tryggi, að byggingar og umferðaræðar framtíðarinnar, er njóta fjárhagslegrar fyrirgreiðslu opinberra aðila, verði hannaðar þannig, að fatlað fólk komist sem greiðlegast um þær.
    Enn fremur athugi nefndin, hvort ekki sé ástæða til þess að veita úr ríkissjóði nokkra fjárhæð árlega, gegn jafnháu framlagi frá sveitarfélögum, til þess að bæta umferðarmöguleika fyrir fatlað fólk um þær byggingar, sem nú eru í notkun.
    Nefndin semji að könnun lokinni frumvarp til laga um úrbætur í þessum efnum.


Samþykkt á Alþingi 8. febrúar 1972.