Ferill 150. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


94. löggjafarþing 1973–74.
Þskj. 799  —  150. mál.




ÞINGSÁLYKTUN


um bætt skipulag tónlistarnáms.




     Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að taka til gagngerðrar endurskoðunar allt tónlistarnám í landinu.
    M.a. skal starf hinna einstöku tónlistarskóla samræmt skyldunáminu og almenn tónlistarkennsla skipulögð, þar sem engin er nú.
    Skal að því stefnt að færa undirstöðukennslu í hljóðfæraleik inn í alla skyldunámsskóla nemendum að kostnaðarlausu.
    Við þessar aðgerðir, svo og aðrar, sem nauðsynlegar reynast, skal stuðst við álit tónmenntunarnefndar menntamálaráðuneytisins frá 30. ágúst 1972.


Samþykkt á Alþingi 29. apríl 1974.