Jóhannes Jónasson úr Kötlum

Jóhannes Jónasson úr Kötlum

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga (allt þingið) júlí 1941 (varaþingmaður) (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn).

Varaþingmaður Reykvíkinga apríl–júní, júlí og október–nóvember 1941.

Minningarorð

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Goddastöðum í Dölum 4. nóvember 1899, dáinn 27. apríl 1972. Foreldrar: Jónas Jóhannesson (fæddur 29. september 1866, dáinn 1. ágúst 1954) bóndi þar og kona hans Halldóra Guðbrandsdóttir (fædd 29. september 1859, dáin 23. janúar 1945) húsmóðir. Maki (24. júní 1930): Hróðný Einarsdóttir (fædd 12. maí 1908, dáin 6. september 2009) húsmóðir. Foreldrar: Einar Þorkelsson og kona hans Ingiríður Hansdóttir. Börn: Svanur (1929), Inga Dóra (1940), Þóra (1948).

    Stundaði nám við lýðskólann í Hjarðarholti 1914–1916. Kennarapróf KÍ 1921.

    Kennari í Skarðshreppi í Dalasýslu 1917–1919, Saurbæjarhreppi 1921–1925, Miðdalahreppi 1926–1927 og Laxárdalshreppi 1927–1932. Námsstjóri í Dalasýslu 1931–1932. Kennari í Austurbæjarskólanum í Reykjavík 1932–1933. Stundaði síðan ritstörf í Reykjavík 1933–1940, í Hveragerði 1940–1959 og aftur í Reykjavík frá 1959 til æviloka.

    Formaður Félags byltingarsinnaðra rithöfunda 1935–1938. Eftirlitsmaður sauðfjársjúkdómanefndar á Kili sumurin 1939 og 1940. Dvaldist í Svíþjóð 1946–1947 og fór þá jafnframt víðar um Norðurlönd. Umsjónarmaður við Skagfjörðsskála Ferðafélags Íslands í Þórsmörk á sumrum 1955–1962.

    Alþingismaður Reykvíkinga (allt þingið) júlí 1941 (varaþingmaður) (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn).

    Varaþingmaður Reykvíkinga apríl–júní, júlí og október–nóvember 1941.

    Ljóðskáld. Sendi frá sér fjölda ljóðabóka, hina fyrstu 1926, og nokkrar skáldsögur. Hlaut verðlaun fyrir hátíðarkvæði á Alþingishátíðinni 1930 og Lýðveldishátíðinni 1944. Safnaði þingkveðskap: Þingvísur 1872–1942 (1943).

    Æviágripi síðast breytt 25. janúar 2016.

    Áskriftir