Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1987–1991, alþingismaður Reyknesinga 1991–1993 (Alþýðuflokkurinn).

Dóms- og kirkjumála- og viðskiptaráðherra 1987–1988, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1988–1993.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Ísafirði 17. apríl 1941. Foreldrar: Sigurður Guðmundsson (fæddur 3. júlí 1897, dáinn 19. ágúst 1956) bakarameistari þar, bróðir Haralds Guðmundssonar alþingismanns og ráðherra, og kona hans Kristín Guðjóna Guðmundsdóttir (fædd 20. janúar 1902, dáin 17. júní 1951) húsmóðir. Maki (26. ágúst 1962): Laufey Þorbjarnardóttir (fædd 14. apríl 1941) bókavörður. Foreldrar: Þorbjörn Áskelsson og kona hans Anna Guðmundsdóttir. Börn: Þorbjörn (1961), Sigurður Þór (1963), Anna Kristín (1965), Rebekka (1977).

Stúdentspróf MA 1960. Fil. kand. í þjóðhagfræði, tölfræði o. fl. frá Stokkhólmsháskóla 1964. M.Sc. Econ. í þjóðhagfræði frá London School of Economics and Political Science 1967.

Hagfræðingur við Efnahagsstofnun 1964–1967, deildarstjóri hagdeildar þar 1967–1970, hagrannsóknastjóri þar 1970–1971. Forstöðumaður hagrannsóknadeildar Framkvæmdastofnunar ríkisins 1972–1974. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar 1974–1986. Fastafulltrúi Norðurlanda (executive director) í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 1980–1983. Skipaður 8. júlí 1987 dóms- og kirkjumála- og viðskiptaráðherra, einnig ráðherra Hagstofu Íslands, lausn 17. september 1988, en gegndi störfum til 28. september. Skipaður 28. september 1988 viðskipta- og iðnaðarráðherra, lausn 23. apríl 1991, en gegndi störfum til 30. apríl. Skipaður 30. apríl 1991 viðskipta- og iðnaðarráðherra, lausn 14. júní 1993. Bankastjóri Seðlabanka Íslands og formaður bankastjórnar 1993–1994. Aðalbankastjóri Norræna fjárfestingarbankans 1994–2005.

Dómandi í kjaradómi 1970–1980. Varafulltrúi Íslands í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 1974–1987. Fulltrúi Íslands í stjórn Norræna fjárfestingarbankans 1976–1987, stjórnarformaður 1984–1986. Fulltrúi Íslands í hagþróunar- og hagstjórnarnefnd OECD 1970–1980 og 1983–1986. Formaður ráðherrafunda OECD 1989. Formaður framkvæmdanefndar um framtíðarkönnun á vegum forsætisráðuneytis 1984–1987. Í Þingvallanefnd 1992–1993.

Alþingismaður Reykvíkinga 1987–1991, alþingismaður Reyknesinga 1991–1993 (Alþýðuflokkurinn).

Dóms- og kirkjumála- og viðskiptaráðherra 1987–1988, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1988–1993.

Hefur samið og birt fjölda bókarkafla og greina um efnahagsmál o. fl.

Æviágripi síðast breytt 2. mars 2020.

Áskriftir