Birgir Kjaran

Birgir Kjaran

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1959–1963, alþingismaður Reykvíkinga 1967–1971 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga apríl–maí og október–nóvember 1972, febrúar–apríl og nóvember–desember 1973 og febrúar–maí 1974.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 13. júní 1916, dáinn 12. ágúst 1976. Foreldrar: Magnús Kjaran (fæddur 19. apríl 1890, dáinn 17. apríl 1962) kaupmaður þar og kona hans Soffía Kjaran (fædd 23. desember 1891, dáin 28. desember 1968) húsmóðir. Maki (1. júlí 1941): Sveinbjörg Helga Kjaran (fædd 8. desember 1919, dáin 7. júlí 2004) ritari, húsmóðir. Foreldrar: Sophus Blöndal og kona hans Ólöf Hafliðadóttir. Börn: Ólöf (1942), Soffía (1943), Soffía (1945), Helga (1947).

Stúdentspróf MR 1935. Nám í hagfræði við háskólana í Kiel og München 1935–1938, B.Ec.Sc.-próf Kiel 1938.

Framhaldsnám við London School of Economics veturinn 1939–1940. Sótti námskeið við háskólann í Oxford 1940 og var í frönskunámi í Vervier í Belgíu. Hlýddi á fyrirlestra í hagfræði og alþjóðarétti við Sorbonne-háskóla í París hluta úr vetri 1952.Skrifstofustjóri Shell hf. í Reykjavík 1940–1946. Framkvæmdastjóri Bókfellsútgáfunnar 1944–1971 og Heildverslunar Magnúsar Kjarans 1946–1971. Kennari í hagfræði við Verslunarskóla Íslands 1941–1948.

Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1950–1954. Í menntamálaráði 1956–1963. Formaður Náttúruverndarráðs 1960–1972. Sat fund Þingmannasamtaka Norður-Atlantshafsríkjanna 1960. Í bankaráði Seðlabankans frá 1961, formaður til 1972. Formaður Ólympíunefndar Íslands 1962–1973. Í Norðurlandaráði 1970–1971.

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1959–1963, alþingismaður Reykvíkinga 1967–1971 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga apríl–maí og október–nóvember 1972, febrúar–apríl og nóvember–desember 1973 og febrúar–maí 1974.

Samdi nokkur rit, m. a. um efnahagsmál, náttúru Íslands og vernd hennar.

Ritstjóri: Frjáls verslun (1959).

Æviágripi síðast breytt 21. október 2019.

Áskriftir