Kjartan Jóhannsson

Kjartan Jóhannsson

Þingseta

Alþm. Reyknesinga 1978–1989 (Alþýðuflokkur).

Sjávarútvegsráðherra 1978–1979, sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra 1979–1980.

Forseti Nd. 1988– 1989.

Æviágrip

F. í Reykjavík 19. des. 1939. For.: Jóhann Þorsteinsson (f. 9. maí 1899, d. 16. mars 1976) kennari þar, síðar forstjóri hjúkrunarheimilisins Sólvangs í Hafnarfirði, bróðir Arndísar, ömmu Guðna Ágústssonar alþm., og k. h. Astrid, f. Dahl (f. 13. nóv. 1908, d. 1. júlí 2000) hjúkrunarkona. K. (19. júní 1964) Irma Karlsdóttir (f. 26. mars 1943) bankafulltrúi. For.: Alf Eriksson og k. h. Gerda, f. Anderson. Dóttir: María (1963).

Stúdentspróf MR 1959. Próf í byggingarverkfræði við Kungl. Tekniska Högskolan í Stokkhólmi 1963. Nám í rekstrarhagfræði við Stokkhólmsháskóla 1963–1964. MS-próf í rekstrarverkfræði við Illinois Institute of Technology í Chicago 1965, sérnám og rannsóknir við sama skóla og doktorspróf þaðan 1969.

Stundakennari við Menntaskólann í Reykjavík 1963. Verkfræðingur á Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar og Gunnars B. Guðmundssonar í Reykjavík sumarið 1963 og hjá Vegagerð ríkisins sumurin 1964 og 1965. Rak ráðgjafarþjónustu í rekstrarskipulagningu og áætlanagerð í Reykjavík 1966–1978. Kennari við Háskóla Íslands 1966–1978 og frá 1981, fyrst í verkfræðideild og síðan í viðskiptadeild, dósent 1974–1989. Skip. 1. sept. 1978 sjávarútvegsráðherra, lausn 12. okt. 1979, en gegndi störfum til 15. okt. Skip. 15. okt. 1979 sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra, lausn 4. des. 1979, en gegndi störfum til 8. febr. 1980. Sendiherra hjá EFTA í Genf 1989–1994. Framkvæmdastjóri EFTA síðan 1994. Sendiherra gagnvart ESB í Brüssel 2002–2005.

Formaður Íslendingafélagsins í Stokkhólmi 1961–1963. Í fyrstu stjórn Sambands íslenskra stúdenta erlendis (SÍSE, síðar SÍNE) 1962–1963, formaður 1963–1964. Formaður Styrktarfélags aldraðra í Hafnarfirði 1976–1979. Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og bæjarráðsmaður 1974–1978. Varaformaður Alþýðuflokksins 1974–1980, formaður flokksins 1980–1984. Formaður útgerðarráðs Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar 1970–1974. Í stjórn Rafmagnsveitna ríkisins 1969–1974 og í stjórn Ísals 1969–1974. Í nefnd um endurskoðun bankakerfisins 1980–1983. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1976, 1982 og 1985. Í stjórn Grænlandssjóðs 1983–1987. Fulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðsins 1980–1989 og á fundum þingmannanefndar EFTA 1985–1989, formaður 1985–1986. Í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna 1987–1989. Formaður nefndar um staðgreiðslu skatta 1987, nefndar um húsnæðislán 1988–1989 og nefndar um virðisaukaskatt 1989. Formaður Evrópustefnunefndar 1988–1989.

Alþm. Reyknesinga 1978–1989 (Alþýðuflokkur).

Sjávarútvegsráðherra 1978–1979, sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra 1979–1980.

Forseti Nd. 1988– 1989.

Hefur skrifað bækur, bókarkafla og greinar sem birst hafa í tímaritum og blöðum um verkfræði, skipulagsmál, heilbrigðismál, alþjóðamál, þjóðmál o. fl.

Æviágripi síðast breytt 1. desember 2014.