Magnús R. Ólsen

Þingseta

Alþingismaður Húnvetninga 1845–1850 og 1857–1858 (sat ekki þingið 1847). Kom til þings 1853 sem varamaður Jóseps Skaftasonar, en þingið hafnaði kosningu hans. Kosinn í aukakosningu 1857 þegar Jósep var orðinn héraðslæknir og hafði afsalað sér þingmennsku.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Þingeyrum 30. desember 1810, dáinn 13. maí 1860. Foreldrar: Björn Ólsen (fæddur 4. ágúst 1767, dáinn 1. maí 1850) umboðsmaður þar og kona hans Guðrún Runólfsdóttir Ólsen (fædd 1771, dáin 14. júlí 1843) húsmóðir. Faðir Björns M. Ólsens alþingismanns, mágur Jóseps Skaftasonar þjóðfundarmanns og tengdafaðir Eggerts Gunnarssonar alþingismanns. Maki (26. júní 1838): Ingunn Jónsdóttir Ólsen (fædd 12. mars 1817, dáin 4. apríl 1897) húsmóðir. Foreldrar: Jón Jónsson og kona hans Ingunn Gunnlaugsdóttir. Systir Guðlaugar konu Ásgeirs Einarssonar alþingismanns. Börn: Guðrún (1841), Guðrún Ingunn (1842), Anna Margrét (1844), Ingunn Guðlaug (1845), Elín Sigríður (1848), Björn (1850), Guðlaug Anna (1853), Björg Margrét (1857).

    Stúdentspróf Bessastöðum 1833.

    Var um tíma skrifari hjá Bjarna Thorarensen amtmanni á Möðruvöllum. Bóndi á Efra-Núpi í Miðfirði 1838–1841, á Þingeyrum frá 1841 til æviloka. Umboðsmaður Þingeyraklausturs 1841–1854. Settur sýslumaður í Húnavatnssýslu (um eins árs bil) 1846–1847.

    Alþingismaður Húnvetninga 1845–1850 og 1857–1858 (sat ekki þingið 1847). Kom til þings 1853 sem varamaður Jóseps Skaftasonar, en þingið hafnaði kosningu hans. Kosinn í aukakosningu 1857 þegar Jósep var orðinn héraðslæknir og hafði afsalað sér þingmennsku.

    Æviágripi síðast breytt 8. apríl 2016.

    Áskriftir