Páll Pálsson

Páll Pálsson

Þingseta

Alþingismaður Húnvetninga 1875–1880.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur í Varmahlíð undir Eyjafjöllum 8. september 1832, dáinn 13. maí 1894. Foreldrar: Páll Sigurðsson (fæddur 1808, dáinn 18. ágúst 1873) alþingismaður og Anna Jónsdóttir (fædd 1. september 1798, dáin 15. maí 1837). Maki (24. nóvember 1863): Þorbjörg Jónsdóttir (fædd 9. júní 1832, dáin 29. nóvember 1913) húsmóðir. Foreldrar: Jón Guðmundsson og kona hans Þórunn Friðriksdóttir. Börn: Jón (1864), Ragnheiður (1866), Sigurður (1870). Dóttir Páls og Sigríðar Samsonardóttur: Vigdís (1851).

    Fluttist 1846 til föðurbróður síns, séra Jóns Sigurðssonar á Breiðabólstað í Vesturhópi, og ólst upp hjá honum. Bóndi á Auðunarstöðum 1865–1868, í Dæli frá 1868 til æviloka.

    Alþingismaður Húnvetninga 1875–1880.

    Æviágripi síðast breytt 8. mars 2016.

    Áskriftir