Sigfús Árnason

Sigfús Árnason

Þingseta

Alþingismaður Vestmanneyinga 1892–1893.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Vilborgarstöðum í Vestmannaeyjum 10. september 1856, dáinn 5. júní 1922. Foreldrar: Árni Einarsson (fæddur 12. júní 1824, dáinn 19. febrúar 1899) bóndi þar og alþingismaður og kona hans Guðfinna Jónsdóttir (fædd 1823, dáin 7. apríl 1897) húsmóðir. Maki (10. júní 1882): Jónína Kristín Nikólína Brynjólfsdóttir (fædd 14. ágúst 1856, dáin 16. nóvember 1906) húsmóðir. Foreldrar: Brynjólfur Jónsson alþingismaður og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir. Börn: Ragnheiður Stefanía (1883), Brynjúlfur (1885), Árni (1887), Leifur (1892).

    Bóndi á Löndum í Vestmannaeyjum, jafnframt póstafgreiðslumaður þar og kirkjuorganleikari. Fór 1904 vestur um haf og dvaldist í Selkirk í Manitoba til 1915. Kom þá aftur heim, gerðist póstafgreiðslumaður í Vestmannaeyjum að nýju og stundaði það starf til æviloka.

    Alþingismaður Vestmanneyinga 1892–1893.

    Æviágripi síðast breytt 17. mars 2016.

    Áskriftir