Björn Blöndal

Þingseta

Konungkjörinn alþingismaður 1845–1846.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur í Blöndudalshólum 1. nóvember 1787, dáinn 23. júní 1846. Tók sér ættarnafnið Blöndal á námsárum sínum í Kaupmannahöfn. Foreldrar: Auðunn Jónsson (fæddur 2. febrúar 1750, dáinn 7. febrúar 1807) prestur þar og kona hans Halldóra Jónsdóttir (fædd um 1752, dáin 13. júlí 1834) húsmóðir. Faðir Jóns og Lárusar Blöndals alþingismanna. Maki (22. september 1821): Guðrún Þórðardóttir Blöndal (fædd 2. október 1797, dáin 20. ágúst 1864) húsmóðir. Foreldrar: Þórður Helgason og kona hans Oddný Ólafsdóttir. Börn: Björn Lúðvík (1822), Sigríður Oddný (1824), Jón Auðunn (1825), Halldóra (1826), Benedikt Gísli (1828), Magnús Bjarni (1830), Guðrún (1831), Þorlákur Stefán (1832), Ágúst Theódór (1833), Gunnlaugur Pétur (1834), Ágúst Theódór (1835), Lárus Þórarinn (1836), Anna Sophía (1838), Jósep Gottfreð (1839), Páll Jakob (1840).

    Stúdentspróf Bessastöðum 1809. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1818.

    Dvaldist hjá frænda sínum, séra Birni Jónssyni í Bólstaðarhlíð, 1809–1812. Barnakennari og verslunarþjónn hjá Chr. G. Schram faktor í Höfðakaupstað 1812–1815. Aðstoðarmaður Gríms Jónssonar bæjarfógeta í Skælskør á Vestur- Sjálandi 1818–1819 og síðar E. C. L. Moltke stiftamtmanns í Reykjavík 1819–1820. Skipaður 22. júní 1820 sýslumaður í Húnavatnssýslu og gegndi því embætti til æviloka. Bjó fyrst á Þingeyrum, en frá 1822 í Hvammi í Vatnsdal.

    Átti sæti í embættismannanefndinni 1839–1841 til undirbúnings endurreisn Alþingis.

    Konungkjörinn alþingismaður 1845–1846.

    Æviminningu, ættartölu og niðjatal hans tók saman Lárus Jóhannesson: Blöndalsættin (1981).

    Æviágripi síðast breytt 7. apríl 2015.

    Áskriftir