Ragnheiður Ríkharðsdóttir

Ragnheiður Ríkharðsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2007–2016 (Sjálfstæðisflokkur).

6. varaforseti Alþingis 2007–2009, 3. varaforseti Alþingis 2009, 1. varaforseti Alþingis 2009–2013.

Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins 2013–2016.

Æviágrip

Fædd á Akranesi 23. júní 1949. Foreldrar: Ríkharður Jónsson (fæddur 12. nóvember 1929, dáinn 14. febrúar 2017) málara- og dúklagningameistari, þjálfari og knattspyrnumaður og Hallbera Guðný Leósdóttir (fædd 9. maí 1928, dáin 9. janúar 2017) húsmóðir og skrifstofumaður hjá BÍ og VÍS, systir Bjarnfríðar Leósdóttur varaþingmanns. Maki: Daði Runólfsson (fæddur 30. nóvember 1945). Foreldrar: Runólfur Sæmundsson og Nanna Halldórsdóttir. Börn: Ríkharður (1972), Hekla Ingunn (1977).

Stúdentspróf MA 1969. Próf í uppeldis- og kennslufræði HÍ 1988. BA-próf í íslensku HÍ 1991. Framhaldsnám í menntunar- og uppeldisfræðum með áherslu á stjórnun KHÍ 2002.

Kennari við Gagnfræðaskólann í Mosfellsbæ 1983–1991, skólastjóri við sama skóla 1991–2000. Skólastjóri Hjallaskóla í Kópavogi 2001–2002. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar 2002–2007.

Bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ 2002–2007. Í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 2002–2007. Í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2002–2007. Í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2002–2007. Í verkefnisstjórn um nýskipan lögreglumála 2003–2005. Í skólamálaráði Brunamálaskólans 2005–2007. Í stjórnarnefnd um málefni fatlaðra 2006–2007. Í eftirlitsnefnd Norræna fjárfestingarbankans síðan 2008.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2007–2016 (Sjálfstæðisflokkur).

6. varaforseti Alþingis 2007–2009, 3. varaforseti Alþingis 2009, 1. varaforseti Alþingis 2009–2013.

Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins 2013–2016.

Heilbrigðisnefnd 2007–2009, 2009–2010, 2010–2011, menntamálanefnd 2007–2011, félags- og tryggingamálanefnd 2009, þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2009–2010, allsherjar- og menntamálanefnd 2011–2012, velferðarnefnd 2012 og 2014–2016, fjárlaganefnd 2012–2013, efnahags- og viðskiptanefnd 2013–2014.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2007–2009, 2010–2011 og 2012–2013, Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 2013–2016 (formaður).

Æviágripi síðast breytt 15. febrúar 2017.

Áskriftir