Þorleifur Jónsson

Þorleifur Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Austur-Skaftfellinga 1908–1934 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Bændaflokkurinn eldri, Framsóknarflokkur).

1. varaforseti neðri deildar 1922–1923, 1925, 1927–1929, varaforseti sameinaðs þings 1930–1933.

Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1922–1928.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Hólum í Hornafirði 21. ágúst 1864, dáinn 18. júní 1956. Foreldrar: Jón Jónsson (fæddur 9. mars 1833, dáinn 19. október 1878) bóndi þar og kona hans Þórunn Þorleifsdóttir (fædd 15. september 1832, dáin 1. júní 1906) húsmóðir. Faðir Þorbergs Þorleifssonar alþingismanns. Maki (29. júní 1889): Sigurborg Sigurðardóttir (fædd 30. maí 1866, dáin 31. júlí 1935) húsmóðir. Foreldrar: Sigurður Þórarinsson og 1. kona hans Vilborg Þórðardóttir. Börn: Þorbergur (1890), Jón (1891), Anna Þórunn Vilborg (1893), Þorbjörg (1895), Sigtryggur (1897), Páll (1898), Sigtryggur (1900), Sigurður (1901), Haukur (1903), Rósa Sigríður (1906).

Nám í Möðruvallaskóla veturinn 1881–1882.

Forráðamaður fyrir búi móður sinnar til 1890 og farkennari á vetrum. Bóndi í Hólum 1890–1935, en átti þar heima áfram til æviloka.

Hreppstjóri 1890–1944. Gegndi oftsinnis sýslumannsstörfum í Austur-Skaftafellssýslu. Var í landsbankanefnd 1928–1935.

Alþingismaður Austur-Skaftfellinga 1908–1934 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Bændaflokkurinn eldri, Framsóknarflokkur).

1. varaforseti neðri deildar 1922–1923, 1925, 1927–1929, varaforseti sameinaðs þings 1930–1933.

Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1922–1928.

Ævisaga rituð af honum kom út 1954.

Æviágripi síðast breytt 21. apríl 2020.

Áskriftir