14.12.1978
Efri deild: 27. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1553 í B-deild Alþingistíðinda. (1036)

8. mál, niðurfærsla vöruverðs

Frsm. minni hl. (Eyjólfur K. Jónsson):

Herra forseti. Brbl. þau, sem hér eru til staðfestingar, hafa verið framkvæmd á ábyrgð ríkisstj. Þetta er fyrsta löggjöf þeirrar stjórnar, en engu síður er talið nauðsynlegt að þau öðlist nú staðfestingu. Minni hl. n. telur eðlilegt að stjórnarliðar einir standi að staðfestingu þessara laga og mun ekki greiða atkv. við þá atkvgr. sem fram undan er, enda er varla hægt til þess að ætlast af okkur. Þó við höfum leitast við að greiða fyrir þingstörfum eins og nokkur kostur er, bæði í þessari hv. d. og eins í n., og munum halda því áfram þannig að þingstörf gangi eðlilega, er naumast hægt að ætlast til þess, að við förum að greiða atkv. með þessum lögum, sem eru upphafið að endalokum hæstv. ríkisstj.