15.12.1978
Efri deild: 31. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1586 í B-deild Alþingistíðinda. (1107)

23. mál, tímabundið vörugjald

(Eyjólfur K. Jónsson):

Herra forseti. Hér er á ferðinni stórfelld ný skattlagning og skattlagning af því tagi sem einna skaðvænlegust er á verðbólgutímum, þ.e.a.s. leiðir til beinnar hækkunar vöruverðs þegar í stað, og kyndir þess vegna undir verðbólgubálið. Að sjálfsögðu mun stjórnarandstaðan greiða atkv. gegn þessum brtt., en verði þær hins vegar samþ. munum við sitja hjá við endanlega afgreiðslu málsins, en greiða því atkv. ef brtt. verða felldar.

Ég ætla ekki að hefja almenna umr. um skattamál. Eins og þm. vita voru lögð fram nú fyrir skömmu þrjú frv. um víðtæka skattheimtu. Það mun fara fram almenn umr. um skattamátin í heild í Nd. á mánudag og þriðjudag og síðan fá tækifæri til að ræða málin hér frekar.

Ég vil gjarnan fyrir mitt leyti greiða fyrir því, að þingstörf geti gengið sem best á þessum erfiðleikatímum hjá þjóðinni allri, og þó kannske einna mestum hjá stjórnarliðum hér í þessu húsi, og við munum þess vegna ekki torvelda störfin og ekki upp hefja-eða ekki ég a.m.k. — almenna umr um skattamál, þó vissulega sé hér stórt mál á ferðinni og illt mál.

Við leggjum sem sagt til að brtt. verði felld.