08.05.1979
Efri deild: 91. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4480 í B-deild Alþingistíðinda. (3569)

147. mál, verðgildi íslensks gjaldmiðils

Eyjólfur K. Jónsson:

Herra forseti. Það eru aðeins örfáar setningar.

Ég hygg að hv. síðasti ræðumaður hafi kannske misskilið það sem ég sagði, að brtt. okkar mundi tefja málið. Svo er ekki. Það eru allir menn sammála um að þegar gengið er hér til atkv. verður auðvitað ákveðið hvert heitið verður á myntinni. Ég skildi hv. þm. svo, að hann hallaðist frekar að því að breyta þessu eins og ég hef lagt til, en vildi ekki að það tefði fyrir málinu. Það gerir það ekki. Það verður væntanlega gengið til atkv. núna og málið tefst ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir þetta. Menn velja auðvitað það heitið sem þeir telja eðlilegast.

Og þyrnikórónuna finnst mér æðilangt gengið að ætla að tengja þessu máli.