11.05.1979
Neðri deild: 85. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4684 í B-deild Alþingistíðinda. (3879)

42. mál, upplýsingaskylda banka

Frsm. minni hl. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Á þskj. 493 höfum við, sem undir það þskj. skrifum, hv. 1. þm. Reykn. og hv. 9. landsk. þm. lagt til að þessu frv. verði vísað til ríkisstj.

Það er kunnara en frá þurfi að segja og kemur fram í nál. okkar, að unnið er að endurskoðun á bankalöggjöf. Þó að álit þar að lútandi sé nú í höndum ríkisstj. teljum við eðlilegt, ef ætti að gera þá breytingu sem hér er lagt til, að hún verði gerð í sambandi við slíka endurskoðun og þess vegna eigi slíkt mál sem þetta að ganga til hæstv. ríkisstj., ekki síst þar sem hún vinnur að því að láta athuga þessi mál í heild. Þess vegna leggjum við til að þannig verði málið afgreitt nú á hv. Alþingi.