18.05.1979
Sameinað þing: 98. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5037 í B-deild Alþingistíðinda. (4358)

51. mál, verktakastarfsemi við Keflavíkurflugvöll

Forseti (Gils Guðmundsson):

Vegna ummæla hv. 5. landsk. þm. um mál sem alloft hefur verið hér á dagskrá, þáltill. um rekstur Flugleiða og Eimskipafélags Íslands, skal ég skýra frá að hv. flm. hefur oftar en einu sinni óskað eftir að framhaldsumr. um það mál gæti átt sér stað, en ég verð að taka á mig þá sök að það hefur dregist úr hömlu. Ástæðan er sú, að umr. um málið hafa orðið mjög langar. Það eru allmargir menn á mælendaskrá. Flestir þeirra hygg ég að hafi talað í málinu einu einni og sumir tvisvar. Mjög mörg mál hafa því miður ekki komist að til umr., og ég taldi ástæðu til að þau gengju fyrir málum sem þegar voru mjög rædd, eins og þetta mál. Þetta vil ég taka fram.