31.03.1980
Neðri deild: 54. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1608 í B-deild Alþingistíðinda. (1536)

135. mál, orkujöfnunargjald

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Það er von til að forseti ruglist aðeins í ríminu þegar svo er liðið á nótt, því að svo vill til, að í 20. gr. þingskapa er kveðið svo á, að við 1. umr. skal ræða lagafrv. í heild sinni, en það er fyrst við 2. umr. sem brtt. koma til umr. Fyrir því er ekki leitað afbrigða um skriflega flutta brtt. við 1. umr., en að sjálfsögðu gengur hún til þeirrar n. sem kann að fá þetta mál til meðferðar.