02.04.1980
Sameinað þing: 41. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1733 í B-deild Alþingistíðinda. (1592)

116. mál, fjárlög 1980

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Þetta gjald er dæmigert fyrir þá skattaskriðu sem nú veltur yfir þjóðina. Það er skriða af þessu tagi, sem veldur eindregnum mótmælum almennra launþegasamtaka í landinu, eins og Alþýðusambands Íslands og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, og ég get ekki látið þessu hrópi í eyðimörk skattheimtunnar ósvarað. (Gripið fram í.) Varst þú að spyrja, hvert hrópið væri, hv. þm.? (Gripið fram í.) Ég geri mér grein fyrir því, að m. a. þetta orkujöfnunargjald mun gera vandann í kjaramálunum nú enn þá erfiðari en ella. Ég er örþreyttur orðinn á nýjum sköttum og segi nei.