21.04.1980
Efri deild: 66. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1999 í B-deild Alþingistíðinda. (1839)

150. mál, ávana- og fíkniefni

Félmrh. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Frv. þetta fjallar um sektarákvæði vegna brota á lögum um ávana og fíkniefni, nr. 65 frá 1974, en hámark fésekta í lögum þessum hefur verið óbreytt frá gildistöku þeirra. Er því talið nauðsynlegt að breyta þessum ákvæðum til samræmis við verðlagsþróun og hækka sektarhámark úr 1 millj. kr. í 6 millj. kr. eigi lögin að ná upphaflegum tilgangi sínum.

Fyrir Alþ. liggur nú frv. til l. um breyt. á atmennum hegningarlögum, þar sem lagt er til að sektarhámark í þeim verði hækkað úr 5 millj. kr. í 30 millj. kr. Má segja að þessi tvö frv., sem hér er um að ræða, séu samtvinnuð þar sem lögin, sem hér um ræðir, annars vegar hin almennu hegningarlög og hins vegar lög um ávana- og fíkniefni, eiga margt sameiginlegt.

Ég leyfi mér að leggja til, herra forseti, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. allshn.