30.04.1980
Neðri deild: 67. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2268 í B-deild Alþingistíðinda. (2138)

127. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Vilmundur Gylfason:

Herra forseti. Ég vil vekja á því athygli, að klofningurinn í Sjálfstfl. hefur tekið á sig nokkuð nýja mynd þegar þess er gætt, að skattpíningarstefnunni hefur bæst liðsauki. Það er hinn nýi varaþingmaður, hv. þm. Valdimar Indriðason, sem ber auðvitað að fullu, eins og atkvæðaskiptingin er hér í kvöld, ábyrgð á því að ný skattastefna er að ganga yfir þjóðina. Ég tel rétt að vekja á því athygli að það hafa bæst upplýsingar við þær upplýsingar sem við höfðum um klofninginn í Sjálfstfl. Ég segi nei.