08.05.1980
Sameinað þing: 54. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2478 í B-deild Alþingistíðinda. (2353)

Umræður utan dagskrár

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Ég bendi á það, að Sþ. afgreiddi heimild til handa hæstv. fjmrh. um afgreiðslu þessa máls. Það hefði skapast nægur tími til að ræða málið þá og einnig þá aðferð, að það skyldi vera komið undir atkv. í fjvn. hvort hann notfærði sér þessa heimild. Það er þess vegna afgreitt mál hér af hálfu hins háa Alþingis að viðstöddum öllum 60 þm., trúi ég, við afgreiðslu fjárlaganna, þar sem þetta mál lá allt saman fyrir. Þinglega meðferð hefur þetta mál því fengið í fyllsta máta og gjörsamlega ástæðulaust að vera með þetta upphlaup nú.