14.05.1980
Sameinað þing: 58. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2615 í B-deild Alþingistíðinda. (2597)

Afbrigði vegna almennra stjórnmálaumræðna

Forseti (Jón Helgason):

Forsrh. hefur með bréfi til mín, dags. 6. þ. m., farið fram á að stuðningsmenn ríkisstj. í Sjálfstfl. fái 20–30 mínútna ræðutíma í almennum stjórnmálaumræðum 19. þ. m. Forsetar hafa leitað álits þingflokka á því, að þeir fái 20 mínútur til umráða. Þingflokkarnir hafa fallist á þá till. Verður því leitað afbrigða frá þingsköpum um það, að stuðningsmenn ríkisstj. í Sjálfstfl. fái til umráða 20 mínútur í almennum stjórnmálaumræðum 19. þ. m.