12.12.1980
Sameinað þing: 33. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1358 í B-deild Alþingistíðinda. (1353)

1. mál, fjárlög 1981

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á því, að ráðh. notar hæpinn rétt sinn samkv. þingsköpum til þess að troða sér inn í umræður á milli þess sem frsm. nál. taka til máls við 2. umr. fjárlaga. Þetta er óvenjulegt og brýtur í bága við þá hefð sem hér hefur skapast, eins og ég hef þekkt hana á undanförnum árum. Ég vil leyfa mér að gera athugasemd við það, að málsmeðferð sé með þessum hætti, og óska eftir því, að stjórnarandstöðunni sé tryggt eðlilegt málfrelsi hér í sölum Alþingis. Ég vil vekja athygli á því, að á sama tíma og einstakir ráðh. haga sér þannig er þess óskað, að stjórnarandstaðan sýni ríkisstj. sérstakt umburðarlyndi og leggi sig fram um að koma málum í gegnum þingið, og langir málalistar eru lagðir fram.

Ég vil óska eftir því, að fundarstjórn verði hagað með öðrum hætti.