12.03.1981
Sameinað þing: 60. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2866 í B-deild Alþingistíðinda. (2990)

124. mál, veiðar og vinnsla á skelfiski í Flatey

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Fyrsti flm. að þessari till. var hv. þm. Gunnar R. Pétursson sem gegndi störfum hér á Alþingi fyrir mig um skeið sem varaþingmaður á s. l. hausti. Ásamt honum flytja þessa tillögu þingmennirnir Matthías Bjarnason og Karvel Pálmason. Tillögugreinin orðast svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Alþingi ályktar að fela sjútvrh. að veita íbúum Flateyjar á Breiðafirði leyfi fyrir veiðum og vinnslu á skelfiski. Leyfið verði veitt eigi síðar en að hausti 1981.“

Eins og fram kemur í grg. með þessari till. hafa íbúar í Stykkishólmi árum saman — og nú upp á síðkastið Grundfirðingar — búið einir að skelfiskveiðum og vinnslu á þessu svæði. Skelfiskurinn, sem þeir sækja sem hann vinna, er m. a. sóttur upp undir landsteina í Flatey, og sýnist flm. því augljóst sanngirnismál að Flateyingar fái hlutdeild í þessum veiðum, og því fyrr þeim mun meiri sanngirni.

Þá er tekið fram í grg. með réttu að byggð í Breiðafjarðareyjum standi nú mjög höllum fæti, m. a. vegna þess að veiði á setum og vinnsla á selskinnum hefur gefið lítið af sér hin síðari ár. Sýnist flm. því vera hér um raunverulegt jafnvægismál að ræða að því er byggð á þessum stóðum varðar.

Herra forseti. Ég sé ekki ástæðu til að bæta mörgum fleiri orðum við það sem ég hef þegar sagt um þessa litlu þáttill. Hún verður að sjálfsögðu athuguð nánar í þeirri nefnd þingsins, sem hana fær til meðferðar, og þá væntanlega leitað álits m. a. hæstv. sjútvrh. og rn. hans á þessu máli, möguleikum til að veita þetta leyfi og fleira slíkt.

Það kemur væntanlega í ljós við athugun nefndarinnar hvernig þau mál standa.

Ég legg svo til, herra forseti, að till. verði vísað til hv. atvmn. að þessari umr. lokinni.