30.03.1981
Neðri deild: 68. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3181 í B-deild Alþingistíðinda. (3302)

193. mál, viðnám gegn verðbólgu

Matthías Bjarnason:

Herra forseti. Flestar ríkisstjórnir reyna að hafa náið samráð við stjórnarandstöðu við undirbúning aðgerða í efnahagsmálum. Þessi ríkisstj. hafði enga samstöðu við stjórnarandstöðuna, gaf út brbl. um ráðstafanir í efnahagsmálum nokkrum dögum eftir að Alþingi fór í jólafrí. Þingflokkur Sjálfstfl. tók þessi brbl. til vandlegrar umfjöllunar, og nm. í fjh.- og viðskn. beggja deilda reyndu að gera sitt til þess að bæta þetta frv., þannig að af því væru sniðnir verstu ágallarnir, með flutningi tillagna í báðum deildum og nú hér síðast við afgreiðslu málsins á lokastigi við 3. umr. Stjórnarflokkarnir og þeir; sem ríkisstj. styðja, töldu ekki ástæðu til að taka minnsta tillit til þeirra fjölmörgu ábendinga og till. sem við fluttum. Að þeirri afgreiðslu lokinni töldum við sjálfstæðismenn hér í deild, sem erum í stjórnarandstöðu, ekki fært annað en greiða atkv. gegn frv. og því segi ég nei.