04.05.1981
Efri deild: 91. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3930 í B-deild Alþingistíðinda. (3971)

2. mál, skráning á upplýsingum er varða einkamálefni

Frsm. (Eiður Guðnason):

Herra forseti. Ég held að það sé alveg sjálfsagt að verða við þeirri beiðni sem hv. 11. þm. Reykv. bar hér fram, því að eins og hann sagði er þetta ekki einfalt mál. Ég mun beita mér fyrir því, að í pósthólf þm. verði sett ljósrit af frv. eins og það yrði ef allar brtt. allshn. yrðu samþykktar. Þannig hygg ég að mönnum mundi auðveldast að glöggva sig á því. Það er ekki hægt að dreifa slíku sem þskj., en sem vinnuplaggi í pósthólf þm. má dreifa því, og þá held ég að menn sjái miklu betur hvernig málið lítur út í heild. Ég mun beita mér fyrir því, að þetta verði gert í dag eða á morgun.