13.05.1981
Efri deild: 97. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4272 í B-deild Alþingistíðinda. (4383)

36. mál, tímabundið innflutningsgjald á sælgæti og kex

Frsm. meiri hl. (Guðmundur Bjarnason):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. Ed. hefur fjallað um frv. til l. um sérstakt tímabundið innflutningsgjald á sælgæti og kex, sem er 36. mál Nd. Frv. þetta er til staðfestingar á brbl. sem gefin voru út 5. sept. 1980. Meiningin með frv. er verndun á þessum iðnaði.

Nefndin fjallaði um frv. og klofnaði í afstöðu sinni til þess. Undirritaðir nm. mæla með samþykkt frv. Minni hl. skilar séráliti. Fjarverandi afgreiðslu málsins í n. voru hv. nm. Gunnar Thoroddsen og Ólafur Ragnar Grímsson, en undir þetta nál. skrifa Guðmundur Bjarnason, Kjartan Jóhannsson og Davíð Aðalsteinsson.