15.05.1981
Sameinað þing: 83. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4440 í B-deild Alþingistíðinda. (4489)

108. mál, samkeppnisstaða íslendinga

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Ég reikna með, þó ég hafi ekki nákvæma prósentutölu, að íslenska þjóðin lifi a. m. k. upp undir 90% á innfluttum afurðum vegna þess að það er ekki tækifæri til þess hér á landi að framleiða það sem við þurfum að nota, þó að íslenskur iðnaður hafi verið að ryðja sér rúms á síðustu árum. En þá er spurningin: Hvað er íslenskur iðnaður? Hvað er mikið af því, sem við köllum íslenskan iðnað, alls ekki iðnaður? Það er spurningin.