21.05.1981
Neðri deild: 103. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4830 í B-deild Alþingistíðinda. (5104)

333. mál, listskreytingasjóður ríkisins

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Ástæðan, að þetta mál var tekið fyrir, var sú, að ég þurfti helst að koma 4. dagskrármálinu til 2. umr. og frsm. þess máls er tepptur undir lóð. Hann er formaður í iðnn. hv. deildar og mér skilst að hann hafi sem mest að vinna þar að mikilvægum málum. Til þess vildi ég taka tillit, og því ætlaði ég nú að drepa tímann við það að hlusta hér á listskreytingatal, af því líka sem ég minnist þess, að hv. 6. þm. Reykv., flokksbróðir vor, minn og hv. skrifara, hefur flutt um þetta till. og talað fyrir því af drengskap miklum. Þess vegna hélt ég líka að það væri áhugamál gervalls þingheims sem hér væri á ferðinni.