27.10.1981
Sameinað þing: 9. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 267 í B-deild Alþingistíðinda. (185)

25. mál, afkoma iðnfyrirtækja í eigu ríkisins

Ólafur Ragnar Grímsson:

Herra forseti. Ég ætla ekki að blanda mér mjög í þær umr. sem hér hafa farið fram. En hv. þm. Lárus Jónsson vék að umr. sem fram fór í Ed. í gær. Í þeirri umr. boðuðu fulltrúar Sjálfstfl., sérstaklega Eyjólfur Konráð Jónsson, að afleiðingin af stefnu Alþb. í efnahags- og atvinnumálum væri sú, að ríkisfyrirtæki væru efld stórkostlega, en einkafyrirtæki væru hins vegar látin sitja á hakanum. Nú kemur hv. þm. Lárus Jónsson og boðar það hér, að afleiðingin af þessari stefnu sé að ríkisfyrirtækin séu að fara á hausinn. Ég vil beina þeirri frómu ósk til þessara tveggja þm. Sjálfstfl., að næst þegar þeir hefja máls á þessu atriði reyni þeir að koma sér saman um sameiginlega línu í þessu máli.