08.02.1982
Neðri deild: 38. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2273 í B-deild Alþingistíðinda. (1923)

142. mál, sveitarstjórnarkosningar

Frsm. (Ólafur Þ. Þórðarson):

Herra forseti. Allshn. hefur fjallað um frv. það sem hér er til umr., um breyt. á lögum nr. 5 7. mars 1962, um sveitarstjórnarkosningar, sbr. lög nr. 5 6. apríl 1966 og lög nr. 7 2. maí 1978. Nefndin er sammála um að mæla með samþykkt frv. óbreytts.

Í örfáum orðum er efni og andi þess frv., sem hér er til umr., á þann veg að tryggja að 15. gr. sveitarstjórnarlaga, sem fjallar um kosningu sveitarstjórna, sé í reynd virt hvað það ákvæði snertir að sveitarstjórnarmenn skuli kosnir í leynilegum almennum kosningum. Það er ekkert ákvæði í lögunum sem kveður á um hvað eigi að gera við notaða kjörseðla að talningu lokinni. En eðlilegt hlýtur að teljast að ganga svo frá þessum málum að þeim sé eytt, þegar þeirra er ekki lengur þörf, og þannig komið í veg fyrir að rithandarsýnishorn þessara kjörseðla séu notuð hugsanlega til að menn liggi yfir því að átta sig á því, hver hafi kosið hvern í fámennum sveitarfélögum.