30.03.1982
Sameinað þing: 70. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3329 í B-deild Alþingistíðinda. (2945)

367. mál, flugstöð á Keflavíkurflugvelli

Utanrrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. 1. liður þessarar fsp. hljóðar svo: „Hvað líður störfum nefndar þeirrar er ráðh. skipaði 13. nóv. s.l. vegna nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli?“ Svarið er þetta: Nefnd sú, er skipuð var 13. nóv. s.l. til að athuga hönnun fyrirhugaðrar flugstöðvarbyggingar og hugsanlega áfangaskiptingu, hefur starfað að þessu verkefni, aflað ýmissa upplýsinga og kynnt sér gögn. Er vonast til að nefndin skili áliti innan skamms.

2. liður fsp. er svohljóðandi: „Hefur verið ákveðið hvernig og hvort lántaka til byggingarinnar verði nýtt?“ Svarið er: Engin ákvörðun liggur enn fyrir um nýtingu lántöku, en gert er ráð fyrir því í skipunarbréfi nefndarinnar, að hún geri tillögur um á hvern hátt lántaka yrði nýtt.

3. liður fsp. er svohljóðandi: „Hefur verið tekin ákvörðun um áfangaskiptingu byggingarinnar?" Við því er þetta svar: Á fundum nefndarinnar hafa verið ræddar ýmsir möguleikar á áfangaskiptingu byggingarinnar, en tillögur eru ekki enn fullmótaðar.

4. liður fsp. er svohljóðandi: „Hafa verið gerðar breytingar á hönnun byggingarinnar?“ Þar er svarið þetta: Starf nefndarinnar hefur miðast við fyrirliggjandi hönnun og teikningar.