04.03.1983
Neðri deild: 51. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2527 í B-deild Alþingistíðinda. (2351)

22. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Magnús H. Magnússon:

Herra forseti. Ég er sammála þeim rökum sem flutt hafa verið fyrir því frv. sem hér er á dagskrá. En við megum ekki gleyma því, að það má ekki ganga svo langt að sveitarfélögin telji sig beinlínis tapa á því fjárhagslega að leyfa byggingu sumarbústaða innan sinna vébanda. Ég er hræddur um að svo langt sé gengið ef farið er ofan í 1/4, eins og hér er talað um. Því er ég með brtt., herra forseti, um það, að í staðinn fyrir 1/4 komi 1/2%. Hún er í vélritun og ég mun leggja hana fram.