09.03.1983
Neðri deild: 57. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2827 í B-deild Alþingistíðinda. (2768)

230. mál, almannatryggingar

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Þegar þetta frv., sem nú er verið að greiða atkv. um. var til meðferðar hjá heilbr.- og trn. á síðasta þingi leitaði heilbr.- og trn. umsagnar fjárlaga- og hagsýslustofnunar um kostnaðarmat á þessu frv. Þar segir í örfáum orðum:

„Þrátt fyrir ítrekaða eftirgrennslan hefur ekki tekist að afla þeirra upplýsinga sem nauðsynlegar eru til þess að unnt sé að áætla kostnað sem af þessu frv. leiðir. ef það verður að lögum. Engar upplýsingar liggja fyrir um tíðni heimsókna hinna ýmsu aldurshópa til tannlækna, og samanburður við Norðurlönd, þar sem kannanir á þessu hafa verið gerðar, er með öllu óraunhæfur að sögn sérfróðra manna.“

Ýmislegt annað kemur fram í þessari umsögn. en niðurstaðan er sem sagt að fjárlaga- og hagsýslustofnun hefur ekki treyst sér til að gera neitt kostnaðarmat á þessu frv.