14.03.1983
Sameinað þing: 65. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 3141 í B-deild Alþingistíðinda. (3158)

140. mál, hafnaraðstaða í Þorlákshöfn

Frsm. (Eggert Haukdal):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. Nefndin er sammála um að mæta með till. með svofelldri breytingu:

Tillgr. orðist svo:

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fara fram ítarlega rannsókn á því, með hverjum hætti hagkvæmast muni að bæta hafnaraðstöðuna í Þorlákshöfn. Sú könnun beinist einkum að:

1) möguleikum á stækkun hafnarinnar, bæði til að auka og bæta aðstöðu fiskiskipa og til að geta tekið inn stærri skip,

2) möguleikum á að hindra sandburð inn í höfnina og fyrir innsiglingu til hafnarinnar,

3) norðurgarði hafnarinnar sem hefur þegar skemmst og liggur undir frekari skemmdum.

Vita- og hafnamálastofnun skal hraða þessari rannsókn eins og kostur er og skila kostnaðaráætlun í tæka tíð fyrir afgreiðslu næstu fjárl.“

Hv. 1. flm. rakti í ítarlegu máli nauðsyn þessa máls við 1. umr. og sé ég ekki ástæðu til þess í því tímaleysi sem hér er nú að bæta þar nokkru við, en vænti þess að þar sem n. stendur öll að nál. nái till. fram að ganga.