23.11.1982
Sameinað þing: 20. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 777 í B-deild Alþingistíðinda. (505)

88. mál, vantraust á ríkisstjórnina

Forseti (Jón Helgason):

Umræðan fer þannig fram, að hver þingflokkur fær til umráða 30 mínútur er skiptast í tvær umferðir, 15–20 mínútur í þeirri fyrri og 10–15 mínútur í þeirri síðari. Sjálfstæðismenn í ríkisstj. fá jafnlangan tíma og þingflokkar, en Vilmundur Gylfason fær 15 mínútur til umráða í samræmi við ákvæði 53. gr. þingskapa.

Röðin verður þessi í fyrri umferð: Alþýðuflokkur, sjálfstæðismenn í ríkisstj., Sjálfstæðisflokkur, Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur og Vilmundur Gylfason. Í síðari umferð verður röðin: Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur, sjálfstæðismenn í ríkisstj. og Sjálfstæðisflokkur.

Ræðumenn verða: Fyrir Alþýðuflokkinn í fyrri umferð Kjartan Jóhannsson 2. þm. Reykn. og Jóhanna Sigurðardóttir 10. landsk. þm., en í síðari umferð Jón Baldvin Hannibalsson 9. þm. Reykv. og Sighvatur Björgvinsson 3. þm. Vestf. Af hálfu sjálfstæðismanna í ríkisstj. talar Gunnar Thoroddsen forsrh. í fyrri umferð, en Friðjón Þórðarson dómsmrh. og Pálmi Jónsson landbrh. í síðari umferð. Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins verða í fyrri umferð Geir Hallgrímsson 1. þm. Reykv. og Egill Jónsson 11. landsk. þm., en í síðari umferð Pétur Sigurðsson 1. landsk. þm. Af hálfu Alþýðubandalagsins tala í fyrri umferð Svavar Gestsson félmrh. og Hjörleifur Guttormsson iðnrh., en í síðari umferð Ragnar Arnalds fjmrh. Ræðumenn Framsóknarflokksins verða í fyrri umferð Ingvar Gíslason menntmrh. og Alexander Stefánsson 1. þm. Vesturl., en í síðari umferð Steingrímur Hermannsson sjútvrh.

Hefst nú umræðan og tekur fyrstur til máls hv. 1. flm. Kjartan Jóhannsson 2. þm. Reykn., og talar af hálfu Alþýðuflokksins.