06.12.1983
Sameinað þing: 28. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1405 í B-deild Alþingistíðinda. (1245)

113. mál, Námsgagnastofnun

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Það er varla von að snarlega gangi að efla þá mikilsverðu stofnun sem hér er til umr. því að þm. virðast sannast sagna ekkert fram úr hófi áhugasamir. Það lagast e.t.v. með fjölgun kvenna á þingi, eins og sjá má á því hverjir taka þátt í þessari umr.

Mér er kunnugt um að allir þm. fengu boð um það í haust að heimsækja Námsgagnastofnun og kynna sér starfsemina þar, en ekki alls fyrir löngu hafði aðeins einn þm. þekkst þetta boð fyrir utan okkur Kvennalistakonur, sem vorum áður búnar að heimsækja stofnunina. Ég vil hvetja þm. til að þekkjast þetta boð og kynna sér það góða starf sem fer þarna fram. Það var verulega gaman að kynnast því og ég tel þetta mjög gott starf sem þarna á sér stað. Ég fagna þessari umr. og vona að hún leiði til úrbóta.