16.12.1983
Neðri deild: 30. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1981 í B-deild Alþingistíðinda. (1700)

143. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Forseti (Birgir Ísl. Gunnarsson):

Vegna fsp. hv. 7. þm. Reykv. er rétt að fram komi, sem þm. reyndar vita, að að því er stefnt að jólaleyfi þm. geti hafist sem fyrst eftir helgi. Það eru mörg mál á dagskrá. Þess vegna er nauðsynlegt að ljúka þessari umr. í kvöld og í nótt og að því er stefnt. Það fer að sjálfsögðu eftir ræðutíma einstakra þm. og þeirra sem þátt taka í umr. hversu lengi umr. dregst.

Ég hef ekki á takteinum upplýsingar um það hversu lengi fundir hafa staðið í hv. deild s.l. fjögur ár enda þurfa nokkur fræðistörf að liggja að baki áður en slíkri spurningu verður svarað.