17.12.1983
Efri deild: 36. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2056 í B-deild Alþingistíðinda. (1753)

50. mál, tímabundið vörugjald

Tómas Árnason:

Virðulegi forseti. Ég vil taka það skýrt fram að við í Framsfl. styðjum þetta mál. Það er vegna þess að fjmrh. hefur lagt það til og við erum í stjórnarsamstarfi, en ekki vegna þess að okkur langi sérstaklega til að leggja skatta áfram á þjóðina. Ég vil endurtaka að ég tek ekkert mark á tali um skattalækkanir nema menn geri jafnframt grein fyrir því hvaða þjónusta það er sem menn vilja minnka, hvaða framkvæmdaframlög það eru sem menn vilja draga úr á vegum ríkisins. Ef það fylgir sögunni tek ég mark á tali manna í þessu efni. Annars lit ég á það sem marklausan áróður.