29.02.1984
Neðri deild: 53. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3288 í B-deild Alþingistíðinda. (2829)

31. mál, kosningar til Alþingis

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Hv. 5. þm. Vestf. á kost á því að fylgja Alþb. varðandi aðgerðir til jöfnunar á lífskjörum í landinu ef hann hefur einhvern áhuga á því. Fyrir þinginu liggur frv. frá hv. 5. þm. Austurl. Hjörleifi Guttormssyni og fleiri þm. Alþb. um jöfnun húshitunarkostnaðar. Ég hef ekki orðið var við það að hv. þm. Framsfl. hafi lagt sérstaka áherslu á að knýja það mál í gegnum þingið. Þeir eiga enn kost á því að bæta ráð sitt í því efni.