06.03.1984
Sameinað þing: 61. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3384 í B-deild Alþingistíðinda. (2908)

179. mál, eftirlitsnefnd með framkvæmd fjárlaga

Stefán Benediktsson:

Herra forseti. Það var ekki ætlun mín að þessi umr. leiddi út í umr. um fjárlög, en ég kemst ekki hjá því, vegna þess að hún hefur þó farið út á þær brautir, að minna á að hér í ræðustól lýsti hæstv. fjmrh. því yfir við lokaumr. fjárlaga fyrir jól að núv. ríkisstj. hefði nánast ekkert vitað um ástand fjármála, hvorki fyrir kosningar né eftir að hún tók við völdum. Ég held að hér séum við enn þá einu sinni að fá sönnun þess að hæstv. ríkisstj. hefur aldrei neitt vitað og mun sýnilega aldrei neitt vita um fjármál ríkisins.