19.03.1984
Neðri deild: 59. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3858 í B-deild Alþingistíðinda. (3267)

144. mál, lánsfjárlög 1984

Guðmundur Einarsson:

Herra forseti. Ég þakka það vinarþel sem mér hefur verið sýnt á þessum fyrstu og erfiðu sporum þingferils míns. Það er vel við hæfi í framhaldi af samræmdum spurningum í dag, samræmdu prófi í lánsfjárlögum, að taka nú samræmda kennslustund í þingmennsku. Ég mun kappkosta að nýta mér það besta sem ég tel mig geta fengið úr þeim báðum og ber enn fram þakkir til hæstv. ráðh. og alþm. fyrir að bera hag minn svo mjög fyrir brjósti.