01.11.1983
Sameinað þing: 11. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 474 í B-deild Alþingistíðinda. (338)

20. mál, hjartaskurðlækningar á Landspítalanum

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Vegna síðustu orða hæstv. viðskrh. hlýt ég að taka það fram að það er augljóst að viðskiptabankarnir hafa á liðnum árum fatlist á þau vinnubrögð Seðlabankans sem hér um ræðir og því eðlilegt að það hafi verið litið svo á að myndast hafi um þetta regla sem sé ótvíræð og eftir beri að fara. Þess vegna hefur þessari reglu verið fylgt á liðnum árum, ekki aðeins í viðskrh.-tíð minni heldur einnig á undanförnum árum öllum frá því að Seðlabankalögin voru sett.

Það er hins vegar ekki aðalatriðið í þessu máli heldur hitt, að fram hefur komið á hv. Alþingi að einn af ráðh., hæstv. fjmrh. dregur í efa að seðlabankinn hafi þessa heimild. Og einn af þeim þm. sem áttu sæti á Alþingi á sínum tíma þegar Seðlabankalögin voru sett, Þórarinn Þórarinsson, hefur skrifað um það grein í dagblaðið Tímann hvernig þessi lög urðu til og kemst þar m.a. svo að orði:

„En hvað sem þessum skoðanamun líður er það ótvírætt að Seðlabankinn hefur skv. 13. gr. Seðlabankalaganna ekki vald til að ákveða eigin vexti.“

M.ö.o: er ljóst af þessum ummælum og öðru því sem hér hefur farið fram, bæði ummælum hæstv. fjmrh. og úrskurði viðskrh., að það er ótvírætt nauðsynlegt að skýra Seðlabankalögin betur, svo að hér verði tekin af öll tvímæli. Af þeim ástæðum var mín fsp. hér borin fram. Ég þakka hæstv, viðskrh. fyrir þan svör sem hann gaf.